Gagnrýni

Lækning við ástarsorg?

Eternal Sunshine er hreinn gullmoli í bíóflórunni þessa dagana. Mynd sem gleymist seint og býður upp á endalausar vangaveltur fyrir þá sem á annað borð nenna að pæla í nokkrum sköpuðum hlut. Brilljant mynd.

Gagnrýni

Velkominn aftur

Eftir sjö ára þögn snýr Morrissey aftur. Eldri, þroskaðri eftir áralanga útlegð í Bandaríkjunum þar sem hann var án plötusamnings og gott ef hann er ekki orðinn örlítið grárri í vöngum. Svona miðað við hvernig var búið að spila kappann í bresku pressunni síðustu ár átti ég jafnvel von á bitrustu breiðskífu kappans til þessa, en svo er sem betur fer ekki.

Gagnrýni